Íþróttastarf í fremstu röð


Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttasamband fatlaðra og Skáksamband Íslands á dögunum. Samningurinn við Íþrótta- og Ólympíusambandið felur í sér framlag vegna rekstrar sambandsins sem og stuðning við sérsambönd ÍSÍ. Einnig var undirritaður samningur vegna Ferðasjóðs íþróttafélaga. Samningarnir gilda frá 2018-2020. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ skrifaði undir fyrir hönd sambandsins, Þórður Árni Hjaltested fyrir hönd Íþróttabandalags fatlaðra og Gunnar Björnsson fyrir hönd Skáksambands Íslands.


Markmiðið með samningum þessum er að tryggja rekstur ÍSÍ og styrkja sérsambönd sem starfa innan vébanda ÍSÍ. Hlutverk þeirra er meðal annars að efla mótahald, útbreiðslu og fræðslu um viðkomandi íþróttagreina á landsvísu, auka upplýsingagjöf um íþróttastarf og koma fram fyrir hönd viðkomandi greinar á erlendum vettvangi.

Nánar á vef Stjórnarráðsins