Sigurför fyrir Sjálfsmyndina Glæsileg ráðstefna 2018


Ráðstefna Special Olympics, Sigurför fyrir Sjálfsmyndina sem haldin var 10. nóvember var eins og fyrri ráðstefnur mjög áhugaverð og skemmtileg. Fulltrúar LETR á Íslandi, lögreglumennirnir Daði Þorkelsson og Guðmundur Sigurðsson, tóku á móti gestum við inngang með logandi kyndil en hlaupið er kyndilhlaup lögreglumanna fyrir heimsleikana í Abu Dhabi 2019

Félags og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason flutti ávarp þar sem hann ræddi m.a. gildi þess að allir fengju tækifæri til að taka virkan þátt í tómstunda og íþróttastarfi og  þar kom fram einlægur áhugi hans á að styðja við starf ÍF.  Í máli aðstandenda og keppenda kom fram ítrekað, hve mikils virði það er að fá tækifæri til að taka þátt í keppni á jafnréttisgrundvelli og upplifa glæsilega leika þar sem fólk með þroskahömlun /sérþarfir nýtur virðingar og tækifæra til að láta ljós sitt skína. það sem þó kemur sterkast fram er hvaða áhrif þátttakan hefur haft á þá þætti sem varða daglegt líf s.s. sterkari sjálfsmynd og aukna færni til ýmissa daglegra verkefna.