Myndband: Paralympic-dagurinn 2018


Paralympic-dagurinn 2018 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 29. september síðastliðinn. Jón Jónsson stýrði þessum stóra kynningardegi á íþróttum fatlaðra og gerði það með stakri prýði.


Aðildarfélög ÍF og íþróttanefndir ÍF kynntu starfsemi sína og íþróttagreinarnar og hluti samstarfsaðila ÍF kynntu einnig starfsemi sína. Þeirra á meðal var Atlantsolía sem sá til þess að það yrði enginn svangur á Paralympic-daginn með drekkhlaðinn bíl af pylsum.


Paralympic-dagurinn er ætlaður öllum til að komast í kynni við íþróttir fatlaðra og hefur nú verið haldinn fjögur ár í röð. Þar getur fólk prófað hinar ýmsu íþróttagreinar og skoðað hvað er í boði í starfsemi Íþróttafélaga fatlaðra á Íslandi.


Hér að neðan má nálgast myndband með svipmyndum frá Paralympic-deginum 2018: