Fjórir íslenskir fulltrúar við norrænar afreksunglingabúðir


Samstarf Norðurlandanna á sviði íþrótta hefur um áratuga skeið verið mjög náið og leitt margt gott af sér, jafnt í íþróttunum sjálfum sem og í ýmsum félagslegum og fjárhagslegum viðfangsefnum.


Þannig hefur Nord-HIF, sem eru samtök Íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum, stuðlað að hinum ýmsu verkefnum sem tengjast íþróttum fatlaðra s.s. Norðurlandamótum, norrænum barna- og unglingamótum, auk ráðstefna sem sérstaklega eru ætlaðar þeim er sinna fræðslu og þjálfun fatlaðra íþróttamanna.


Í ágústmánuði sl. var að tilsuðlan Nord-HIF haldnar æfingabúðir sérstaklega ætlaðar ungu og efnilegu afreksíþróttamönnum. Æfingabúðir þessar eru hluti af þriggja ára þróunarverkefni sem kallast „ALL IN“ og er sérstaklega styrkt af Evrópubandalaginu (ESB) gegnum sjóði Erasmuns, en úr þeim sjóði er hægt að sækja um vegna hinna ýmsu íþróttaverkefna.


Ísland sendi fjóra afreksunglinga til æfingabúðanna sem haldnar voru í Vejen í Danmörku, sundkonurnar Tanja Jóhannsdóttur og Heiði Egilsdóttur og frjálsíþróttafólkið Erling Ísar Viðarsson og Helenu Hilmarsdóttur, en þau ásamt um 70 öðrum norrænum æfðu þar undir handleiðslu færustu þjálfara auk þess að fá fræðslu í ýmsum þeim hlutum sem tengjast „afreksmennsku“ þ.e..hvað þarf til að verða afreksmaður. Auk þess að æfa „sínar“ íþróttagreinar gafst ungmennunum tækifæri til að prófa getu sína í öðrum íþróttagreinum s.s. borðtennis,  júdó, hestaíþróttum, markbolta blindra og knattspyrnu.


Fyrirhugað er að halda æfingabúðir sem þessar annað hvert ár og þá í Danmörku, en Danir eru í forsvari innan Nord-HIF, fyrir þróun íþrótta fyrir börn og unglinga.


Mynd/ Íslenski hópurinn í Vejen ásamt þjálfurum sínum Kolbrúnu og Davíð Má.