Islandsleikar Special Olympics og kyndilhlaup lögreglumanna, sunnudaginn 23. september


Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir sunnudaginn 23. september á Þróttarvellinum.  Kyndilhlaup  lögreglumanna verður frá TBR húsinu kl. 0930 og eru keppendur hvattir til að taka þátt og hita þannig upp fyrir leikana en hlaupið er að Þróttarvellinum. Leikarnir verða settir kl. 10.00 en það er varaformaður KSI, Guðrún Inga Sívertsen sem setur leikana. Auk liða frá aðildarfélögum ÍF verða FC Sækó með lið á leikunum eins og áður. Íslandsleikarnir eru árlegt samstarfsverkefni ÍF, Special Olympics á íslandi og KSÍ. Á leikunum verða 11 knattspyrnumenn sem æfa nú af kappi fyrir heimsleika Special Olympics í Abu Dhabi sem fram fara í mars 2019.  Þangað fara 38 keppendur sem taka þátt í 10 íþróttagreinum

 

Myndin er frá Íslandsleikunum 2016 en þá varð Guðni Th Jónannesson, Forseti Íslands fyrstur þjóðhöfðinga á heimsvísu, til að hlaupa kyndilhlaup LETR  - Law Enforcement Torch Run sem er alþjóðaverkefni lögreglumanna