Heimsleikarnir „Með okkar augum“


Félagarnir Þorsteinn Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson voru á meðal viðmælenda þáttarins „Með okkar augum“ á RÚV í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn og Guðmundur undirbúa sig nú fyrir þátttöku í heimsleikum Special Olympics í unified badminton en heimleikarnir fara fram í Abu Dahbi 14.-21. mars 2019.


Undified badminton kallar á að fólk með þroskahömlun keppi með meðspilara úr hópi ófatlaðra. Í þættinum er rætt við Þorstein sem og meðspilara hans Guðmund og þá kemur þjálfari þeirra Jónas L. Sigursteinsson einnig fyrir í þættinum.


Þáttinn má sjá hér í þessum tengli en umfjöllunin um badminton hefst á 10:35 mín.