Jón Jónsson stýrir Paralympic-deginum 2018!


Laugardaginn 29. september næstkomandi verður Paralympic-dagurinn haldinn fjórða árið í röð. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Það verður enginn annar en fjörkálfurinn Jón Jónsson sem mun stýra deginum og ljóst að það verður líflegt í frjálsíþróttahöllinni þennan daginn!


Á Paralympic-deginum geta gestir kynnt sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og prófað hinar ýmsu íþróttir. Atlantsolíu-bíllinn mætir hlaðinn pylsum og gestir geta spreytt sig í hinum ýmsu íþróttum fatlaðra og kynnt sér ítarlega starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra sem bjóða upp á fjölbreytt úrval í sinni daglegu starfsemi.