Paralympic-dagurinn 29. september í Laugardal


Laugardaginn 29. september næstkomandi verður Paralympic-dagurinn haldinn fjórða árið í röð. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16.
 


Á Paralympic-deginum geta gestir kynnt sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og prófað hinar ýmsu íþróttir. Dagskráin er óðar að skýrast og verður kynnt bráðlega en góða skapið og íþróttir í forgrunni eru helstu innihaldsefni verkefnisins svo það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


Hér má sjá skemmtilega samantekt frá Paralympic-deginum 2016

 Ljósmynd/ Bára Dröfn - Frá Paralympic-deginum 2017.