Frábært samstarfsverkefni KSÍ og Special Olympics á Íslandi í tilefni 50 ára afmælis SOI


Special Olympics samtökin sem eru 50 ára á þessu ári hafa hvatt aðildarlönd sín til að vekja athygli á sínu starfi. KSÍ sem er mikilvægur samstarfsaðili Special Olympics á Íslandi lagði sitt að mörkum þann 2. júni sl. þegar börn með sérþarfir voru valin til að ganga inn á völlinn í vináttulandsleik Íslands og Noregs. Börnin komu flest frá Klettaskóla en einnig voru önnur börn í hópnum. Óhætt er að fullyrða að verkefnið hafi vakið jákvæða athygli og vonandi á á þetta unga íþróttafólk eftir að taka virkan þátt í íþróttastarfi í framtíðinni. Knattspyrna er mjög vinsæk innan raða Special Olympics samtakanna og á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhai 2019 verður knattspyrnulið, skipað 11 íþróttamönnum ásamt alls 38 keppendum sem taka þátt í níu greinum..