Róbert áttundi á nýju Íslandsmeti


Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi á opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Sheffield á Englandi.


Róbert synti á 1:11,13 mín. í undanrásum en gerði gott betur í úrslitum og náði 8. sæti á nýju Íslandsmeti 1:10,10 mín en gamla metið átti Jón Margeir Sverrisson sem var 1:10,84 mín.


Þá keppti Þórey Ísafold Magnúsdóttir einnig í 100m bringusundi í dag og hafnaði í 34. sæti á tímanum 1:30,60 mín. Bæði Róbert og Þórey keppa í flokki S14.