Njörður færði ÍF veglega gjöf


Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík hefur um árabil stutt dyggilega við bakið á starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Nú á dögunum kom klúbburinn færandi hendi og afhenti ÍF forláta Canon-linsu fyrir starfsemina. Linsan mun nýtast gríðarlega vel við að gera starfsemi ÍF skil á veraldarvefnum og í tímaritinu Hvata.


Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Lionsklúbbsins Njarðar en stuðningur þeirra og fleirri Lionsklúbba er gríðarlega mikilvægur í jafn viðamikilli starfsemi og á sér stað hjá sambandinu.


Mynd/ Þórður Árni Hjaltesed formaður ÍF tekur við linsunni frá Bergþóri Þormóðssyni fulltrúa Lionsklúbbsins Njarðar.