Íslandsleikar Special Olympics í nútímafimleikum 27. apríl 2018


Íslandsleikar Special Olympics í nútímafimleikum fara fram í íþróttahúsi Klettaskóla, föstudaginn 27. apríl og hefjast kl. 19.00   Þetta er í annað skipti sem slíkar leikar eru haldnir en það er Sigurlín Jóna Baldursdóttir íþróttakennari í Klettaskóla og þjálfari hjá íþróttafélaginu Ösp sem hefur séð um æfingar. Árangur er stórkostlegur á stuttum tíma og tvær stúlkur Hekla Björk Hólmarsdóttir og Arna Dís Ólafsdóttir hafa verið valdar til þátttöku á heimsleikum Special Olympics í Abu Dabi 2019. það verður í fyrsta skipti sem Ísland sendir keppendur í nútímafimleikum og það verður gaman að sjá þær leika listir sínar. Hekla Björk og Arna Dís urðu í öðru sæti í hæfileikakeppni starfsbrauta með atriði sitt sem var byggt á nútímafimleikum en þær tóku þátt frá starfsbraut FB.

 

Myndin er frá fyrstu Íslandsleikum Special Olympics í nútímafimleikum 2017    Hekla Björk er lengst t.h. i fremri röð og Arna Dís lengst t.h. í aftari röð.