Hilmar í 13. sæti í svigkeppninni


Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið keppni á Vetrar-Paralympics í PyeongChang en í nótt og morgun fór svigkeppnin fram þar sem Hilmar hafnaði í 13. sæti af þeim 23 keppendum sem náðu að ljúka keppni.


Hilmar lauk því keppni í 20. sæti í stórsviginu og 13. sæti í svigkeppninni og ljóst er að hann er að bæta punktastöðu sína á heimslistanum umtalsvert.


Úrslit svigkeppninnar


Við greinum nánar síðar frá þessum lokakeppnisdegi í Suður-Kóreu…


Mynd/ Jón Örvar - Einar, Þórður og Hilmar Snær að lokinni fyrstu ferð í nótt.