Ólympíumeistari í blaki og Global Ambassador Unified Volleyball til Íslands


FRÁ GRUNNI Í GULL                      Einstakt tækifæri fyrir þjálfara barna og unglinga                          

Helgina 23. – 25. mars verður á Húsavík námskeið um þjálfun barna og unglinga, hvað hvetur þau til árangurs og stuðlar að áframhaldandi þátttöku í íþróttum. Leiðbeinandi og fyrirlesari er Vladmir Grbic, ólympíumeistari í blaki og Global Ambassador Special Olympics. Hann haldið námskeið og fyrirlestra víða í Evrópu þar sem hann tengir saman tæknileg atriði og þjálfunaraðferðir og samtvinnar þá þætti sem skapa árangur, móta og hvetja unga iðkendur til dáða.

Markhópar eru þjálfarar barna og unglinga, íþróttakennarar og blakiðkendur 10 – 18 ára.

Föstudagskvöld 23. mars kl  19.00           Fyrirlestur, umræður og spurningar;     Hvað hvetur börn og unglinga til afreka / þátttöku í íþróttastarfi. Fyrirlestur á föstudagskvöld  og verklegar æfingar á laugardag eru fyrir þjálfara þvert á greinar. Á sunnudag er sérhæfð áhersla á blakþjálfun

Verklegar æfingar verða skipulagðar út frá fjölda barna/unglinga. Skipt verður í hópa og dagskrá miðar við að hópar iðkenda skiptast á við æfingar

Verkefnið er skipulagt af Blakdeild Völsungs í samstarfi við BLÍ og Íþróttasamband fatlaðra/Special Olympics á Íslandi

Nánari upplýsingar og skráning í netfang; simicsladja@yahoo.com     Frestur til að staðfesta þátttöku er til 19. mars.  ( undanþága veitt ef upplýsingar berast ekki í tíma)