Vetrar-Paralympics settir í dag


Opnunarhátíð Vetrar-Paralympics fer fram í PyeongChang í Suður-Kóreu í dag. Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá Víkingi í Reykjavík er fulltrúi Íslands á leiknum en hann verður fánaberi Íslands í kvöld.


Þar sem PyeongChang er níu klukkustundum á undan Íslandi fer innganga íþróttamanna fram kl. 11:17 að íslenskum tíma eða kl. 20:17 að staðartíma. Gert er ráð fyrir að innganga íþróttamanna við opnunarhátíðina standi í tæpa klukkustund.


Ísland er númer 24 í röðinni þegar kemur að því að marsera inn á athöfnina og von á miklum dýrðum við setninguna hjá heimamönnum í Suður-Kóreu.


Á meðfylgjandi mynd er Hilmar ásamt þjálfurum sínum við æfingar í dag en hann keppir í svigi þann 14. mars og í stórsvigi þann 17. mars næstkomandi.