Borgarstjóri Paralympic þorpsins eignaðist Ísland!


Íslenski keppnishópurinn var í dag boðinn velkominn í Paralympic-þorpið á Vetrar-Paralympics sem nú standa yfir í PyeongChang í Suður-Kóreu. Eftir langt og strangt ferðalag síðastliðinn sólarhring voru þeir kumpánar Hilmar Snær, Þórður og Einar mættir við mótttökuathöfnina og engan bilbug á okkar mönnum að finna.



Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN.



Fimmtudaginn 8. mars verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer opnunarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands en eins og áður hefur komið fram er Hilmar eini fulltrúi okkar Íslendinga á leikunum. Þá má líka geta þess að Hilmar verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa i standandi flokki á Vetrar-Paralympics.


Myndir/ JBÓ - Frá opnunarhátíðinni í dag.