Patrekur fyrstur blindra í 200m innanhúss!


Sjö Íslandsmet á ÍM innanhúss

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn. Alls sjö ný Íslandsmet litu dagsins ljós, Eik varð Íslandsmeistari félaga og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 200m innanhúss í flokki T11 (blindir).


Patrekur var í góðum gír á mótinu með jöfnun á Íslandsmeti sínu í 60m hlaupi á 8,07 sek. Þá hjlóp hann 200m á 27,87 sek. en enginn hafði áður hlaupið 200m innanhúss hér á landi í flokki T11 (blindir). Patrekur hleypur með aðstoðarhlaupara en sá kappi heitir Andri Snær Ólafsson Lukeš


Íslandsmetin sem féllu á mótinu:


60m Patrekur Andrés Axelsson 94 T11 Á 8,07 sek (jöfnun)
200m Patrekur Andrés Axelsson 94 T11 Á 27,87 sek
400m Stefanía Daney Guðmundsd 97 T20 Eik 68,93 sek
400m Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir 00 T37 ÍR 77,65 sek
3000m Jón Margeir Sverrisson 92 T20 Fjöl 10:50,17 mín
3000m Michell Thor Messelter 90 T37 ÍFR 15:36,72 mín
Langst Stefanía Daney Guðmundsd 97 F20 Eik 4,64 m


Þá var töluvert um persónulegar bætingar við mótið og verður spennandi að sjá hvernig frjálsíþróttafólk úr röðum fatlaðra muni koma inn í sumarið. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem liðsinntu við framkvæmd mótsins en það fór fram við góðar aðstæður inn á milli mótshluta hjá meistaramóti Frjálsíþróttasambandsins.


Myndir/ Á efstu mynd eru Patrekur og Andri í 200m hlaupinu en á þeirri neðri er sigurlið Eikar í liðakeppninni.