Aðalfundur GSFÍ, var haldinn í Hraunkoti, Hafnarfirði, 29. maí 2018


 Mánudaginn 20. janúar 2018 var haldinn aðalfundur GSFÍ í Hraunkoti, aðstöðu golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Það var Frans Sigurðsson stjórnarmaður GSFÍ sem stýrði fundinum og tók þessa mynd af áhugasömum fundargestum

Starf GSFÍ hefur að mestu farið fram í Hafnarfirði en golfklúbburinn Keilir hefur í mörg ár verið einn mikilvægasti bakhjarl starfsins. GSFÍ var sett á fót í samstarfi GSÍ og ÍF en markmið var upphaflega og er enn að efla þátttöku fólks með fötlun í golfíþróttinni. Stjórn GSFÍ var endurkjörin en hana skipa Ólafur Ragnarsson,formaður, Frans Sigurðsson og Sveinbjörn Guðmundsson.. Mörg verkefni eru framundan og eitt af markmiðum ársins er að efla samstarf við klúbba á landsbyggðinni og stuðla að tækifærum á landsvísu. ÍF þakkar stjórn GSFÍ fyrir frábært starf og GSÍ og golfklúbburinn KEILIR fá einnig innilegar þakkir fyrir ómetanlegt samstarf og stuðning við GSFÍ.