Róbert landaði silfri í Mexíkó!


Fyrsta keppnisdegi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í 50m laug lauk í nótt þar sem þrír íslenskir sundmenn létu að sér kveða og Fjarðarliðinn Róbert Ísak Jónsson komst á pall er hann hafnaði í 2. sæti í 100m bringusundi í flokki S14 (þroskahamlaðir).


Eins og áður hefur komið fram urðu afföll á keppendum sökum náttúruhafmaranna í Mexíkó svo í gær var Róbert aðeins í fjögurra manna keppni. Íslandsmetið í greininni á Jón Margeir Sverrisson sem er 1:10.84 mín. svo Róbert er á hraði leið með að skipa sér sess á meðal sterkustu sundmanna flokksins á heimsvísu.


Árangur íslensku keppendanna á fyrsta keppnisdegi í gær.


100m bringusund, S14
Róbert Ísak Jónsson, 2. sæti, 1:13.65 mín.


100m baksund, S12
Már Gunnarsson, 7. sæti, 1:15.89 mín.


400m skriðsund, S6
Thelma Björg Björnsdóttir, 4. sæti, 6:31.19 mín.


Mynd/ Róbert Ísak Jónsson með silfurverðlaunin frá bringusundinu í gær.