Íslenski hópurinn fer á HM í dag!


Skammt er stórra högga á milli hjá íslensku sundfólki úr röðum fatlaðra þessi dægrin. Um síðastliðna helgi lauk Norðurlandamótinu í Ásvallalaug og helgina þar á undan fór Íslandsmót ÍF í 25m laug fram í Laugardal. Seinni partinn í dag halda svo fjórir íslenskir keppendur til Mexíkó til að taka þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í 50m laug.


Keppendur Íslands á HM í sundi


Róbert Ísak Jónsson - Fjörður/SH
Már Gunnarsson - Nes/ÍRB
Sonja Sigurðardóttir - ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir - ÍFR


Með þeim í för ytra verður Helena Hrund Ingimundardóttir aðalfararstjóri, Tomas Hajek þjálfari og þeim til aðstoðar verða Gunnar Már Másson og Gunný Gunnlaugsdóttir.


Heimsmeistaramótið hefst í Mexíkó þann 2. desember næstkomandi og lýkur 7. desember og von er á íslenska hópnum heim þann 8. desember.

Hér á heimasíðu keppninnar verður hægt að fylgjast með úrslitum sem og beinum útsendingum


Mynd/ JBÓ: Róbert Ísak Jónsson sundmaður frá Firði/SH heldur nú inn á sitt fyrsta heimsmeistaramót en um helgina varð hann stigahæsti sundmaður Norðurlandamóts fatlaðra í ungmennaflokki.