Fimm ný Íslandsmet á NM


Fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi er lokið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Alls litu fimm ný Íslandsmet dagsins ljós í dag og tvö þeirra sett a Kristínu Þorsteinsdóttur frá Ívari á Ísafirði en hún keppir í flokki S16, flokki einstaklinga með Downs-heilkenni.


Íslandsmetin í dag


50 m bringusund Agnar Ingi Traustason SB5 54,37 sek
100 m skriðsund Kristín Þorsteinsdóttir S16 1:27,36 mín
50 m baksund Kristín Þorsteinsdóttir S16 49,31 sek
100 m baksund Már Gunnarsson S12 1:13,83 mín
50 m flugsund Jón Margeir Sverrisson S14 27,19 sek


Mótið heldur áfram á morgun, sunnudaginn 26. nóvember þar sem upphitun hefst 7.30 og keppni hefst kl. 09:00 og verður lokið um hádegisbil þar sem móti verður slitið.


Mynd/ Frá Ásvallalaug í dag en hér eru félagarnir Vignir Gunnar Hauksson t.v. og Agnar Ingi Traustason t.h. að gera sig klára í keppni. Sá síðarnefndi setti glæsilegt Íslandsmet í flokki SB5 í dag í 50m bringusundi.