Átta íslensk gull í fyrsta mótshluta


Norðurlandamót fatlaðra í sundi var sett í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Íslensku keppendurnir byrjuðu daginn vel og lönduðu átta gullverðlaunum! Tvenn verðlaunin komu í 4x100m boðsundi!


Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF setti mótið og sá um verðlaunaafhendingu þennan fyrsta mótshluta en honum til halds og trausts var fyrirrennari hans á formannsstól Sveinn Áki Lúðvíksson heiðursfélagi ÍF. Þá var Kristín Rós Hákonardóttir margfaldur heims- og Paralympic-meistari í sundi einnig Þórði og Sveini Áka innan handar við verðlaunaafhendinguna.


Hér má nálgast úrslit fyrsta hlutans.
Hér má nálgast myndir frá fyrsta hluta.


Gullverðlaun Íslands í morgun:


Gull: Jón Margeir Sverrisson, 200m skriðsund: 02:04.54 mín.
Gull: Þórey Ísafold Magnúsdóttir, 200m skriðsund: 02:37.21 mín.
Gull: Hjörtur Már Ingvarsson, 400m skriðsund: 06:45.06 mín.
Gull: Thelma Björg Björnsdóttir, 400m skriðsund: 06:09.60 mín.
Gull: Aníta Ósk Hrafnsdóttir, 100m flugsund: 1:26.25 mín.


Ungmennaflokkur


Gull: Róbert Ísak Jónsson, 100m flugsund: 1:03.40 mín.


Boðsund


Gull: Ísland, 4x100m boðsund: 6:01.20 mín.(30 stig og undir)
Sveitina skipuðu Thelma Björg Björnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson, Tanya E. Jóhannsdóttir og Guðfinnur Karlsson.


Gull: Ísland, 4x100m, 4:29.30 mín. (30 stig og yfir)
Sveitina skipuðu Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Þórey ísafold Magnúsdóttir, Már Gunnarsson og Jón Margeir Sverrisson.


Mynd/ Róbert Ísak Jónsson með gullverðlaun sín frá fyrsta hluta í morgun.