Thelma með tvö ný heimsmet sem bíða staðfestingar


Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti á dögunum tvö ný heimsmet þegar Erlingsmótið fór fram í 25m laug í Laugardalslaug.


Annað metið var í 200m baksundi en þá synti Thelma á tímanum 3:48,44 mín. en hitt metið var í 800m skriðsundi þegar Thelma kom í bakkann á 12:32,65 mín. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Thelmu!


Umsóknir vegna metanna hafa þegar verið sendar til Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og því von á svörum við umsóknunum á næstunni.