Kristín Þorsteinsdóttir með glæsilegan árangur á Evrópumóti DSISO í Frakklandi


Kristín vann til verðlauna í ōllum keppnisgreinum sem hún tók þátt í en hún keppti í 5 greinum á mótinu. Hún vann til gullverðlauna í 50 flug og 100 bak og silfurverðlauna í 50, 100 skrið og 50 bak. ÍF óskar Kristínu,Svölu, þjálfara hennar, fjölskyldu og félagsmönnum Ívars á Ísafirði til hamingju til hamingju með glæsilegan árangur.

Mót DSISIO voru sett á fót af aðstandendum og áhugafólki sem vildi gefa íþróttafólki með downs heilkenni kost á að keppa í sérflokki á alþjóðlegu móti. Þessi flokkur er ekki til staðar á mótum IPC en þar keppir allt íþróttafólk með þroskahömlun í einum flokki karla og einum flokki kvenna. Þessi mót eru því utan kerfis IPC en hafa gefið mörgum tækifæri til að láta ljós sitt skína á alþjóðavettvangi. Kristín Þorsteinsdóttir er frábær fyrirmynd öðru ungu fólki með downs heilkenni, jafnt sem íþróttakona og sem manneskja. Þegar Svala þjálfari og Sigriður móðir hennar voru sýnilega svekktar eftir að Kristín hafði misst af góðu tækifæri til að sigra og bæta eigið met, huggaði hún þær og sagðist eiga svo mörg met að þetta væri allt í lagi. Nánari upplýsingar um árangur og mótið í heild er á fb síðu ÍF og fb síðu KÞ, sundkonan Kristín

Á myndinni er Kristín ásamt Svölu þjálfara sínum