Gull og silfurmerki ÍF til fulltrúa Bocciadeildar Völsungs


Á lokahófi Íslandsmóts ÍF á Húsavík fengu eftirtaldir aðilar heiðursmerki ÍF; Gullmerki hlutu Egill Olgeirsson, formaður Bocciadeildar Völsungs og félagsmaður í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og Kristín Magnúsdóttir sem hefur verið liðsmaður starfsins frá upphafi. Silfurmerki ÍF hlaut Anna María Þórðardóttir, fyrrverandi þjálfari en hún byggði einnig upp öfugt barna og unglingastarf hjá deildinni. Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Margrét Kristjánsdóttir stjórnarkona ÍF afhentu merki ÍF. Á hópmyndinni eru heiðursmerkjahafar ásamt Þórði og Margréti og Guðrúnu Kristinsdóttur formanni íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík

Til hamingju heiðurmerkjahafar með mjög verðskuldaða viðurkenningu