Helgi á leið til London á nýjan leik!


Spjótkastarinn Helgi Sveinsson hélt í morgun af stað á heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í London. Spjótkastkeppnin hjá Helga fer fram þann 18. júlí næstkomandi. Helgi snýr þar með aftur til London en hann keppti þar á sínum fyrstu Paralympics árið 2012.


Með Helga í för ytra er Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF sem verður viðstaddur keppnina, Kári Jónsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF og Einar Vilhjálmsson þjálfari Helga og einn allra fremsti spjótkastari okkar Íslendinga.


Helgi er á leið í gríðarlega keppni í London rétt eins og hann sá á Paralympics í Río de Janeiro á síðasta ári. Sjálfur sagði Helgi að búast mætti við því að sigurvegari keppninnar væri að kasta á 60 metrana.

Heimasíða HM


Mynd/ Helgi og Kári í morgun í Leifsstöð á leið til London.