Patrekur og Hulda með ný Íslandsmet í frjálsum


Frjálsíþróttafólkið Hulda Sigurjónsdóttir frá Suðra og Patrekur Andrés Axelsson frá Ármanni settu nýverið ný Íslandsmet í frjálsum þegar þau kepptu á Héraðsmóti fullorðinna hjá HSK sem fram fór á Selfossi dagana 27. og 28. júní síðastliðinn.


Patrekur bætti Íslandsmetið sitt í 100m hlaupi blindra (T11) þegar hann kom í mark á 12.53 sek. og þá bætti hann einnig Íslandsmetið sitt í 200m hlaupi þegar hann kom í mark á tímanum 25.39 sek. Frábær árangur hjá Patreki sem tryggir honum rétt til að keppa á EM í Berlín 2018. Andri Snær Ólafsson Lukes er aðstoðarhlaupari Patreks.


Hulda Sigurjónsdóttir bætti svo Íslandsmetið í sleggjukasti í flokki þroskahamlaðra kvenna (F20) þegar hún kastaði sleggjunni 23,82 metra.


Mynd/ Patrekur t.v. og aðstoðarmaður hans Andri t.h. í Berlín á dögunum á Opna Grand Prix móti IPC.