Fylkir og Aðalheiður hlutu gullmerki ÍF


Lokahóf Íslandsmóta Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Gullhömrum í Grafarvogi sunnudagskvöldið 2. apríl. Við hófið voru þau Fylkir Þór Guðmundsson og Aðalheiður Gísladóttir frá Eik sæmd gullmerki Íþróttasambands fatlaðra.


Bæði hafa þau Aðalheiður og Fylkir unnið góð störf í þágu íþróttamála fatlaðra innan raðar Íþróttafélagsins Eikar á Akureyri og víðar. Aðalheiður var sæmd silfurmerki ÍF árið 1990 og Fylkir árið 2004 en það var einróma álit stjórnar ÍF að sæma þau gullmerki sambandsins fyrir óeigingjörn og vel unnin störf í gegnum árin.


Mynd/ Haukur Þorsteinsson: Fylkir og Aðalheiður við lokahóf ÍF í Gullhömrum þann 2. apríl síðastliðinn.