Ávarp formanns fyrir Íslandsmót ÍF 2017


Ágætu félagar

Það er mér heiður að fá að ávarpa ykkur sem nýkjörinn formaður ÍF.


Ég óska ykkur velgengi á Íslandsmóti fatlaðra sem fram fer næstu tvær helgar. Það er ávallt ákveðin sigur að hafa náð þeim áfanga að geta keppt á Íslandsmóti, allir mæta til leiks með það að markmiði að gera sitt besta, vinna til verðlauna og ná góðum árangri.


ÍF hefur lengi talað fyrir því og sagt að "stærsti sigurinn er að vera með" eða með öðrum orðum, vera þátttakandi í keppni þeirra bestu.


Ég óska ykkur til hamingju með þátttökuna, megið þið vaxa og dafna og ná ykkar besta árangri, það er ekki hægt að gera betur.

Með íþróttakveðju,
Þórður Á. Hjaltested