ÍF, Rúmfatalagerinn, Bláa Lónið og Valitor saman næstu fjögur árin!


Íþróttasamband fatlaðra endurnýjaði á Sambandsþingi sínu þrjá nýja samstarfs- og styrktarsamninga við Rúmfatalagerinn, Bláa Lónið og Valitor. Rúmfatalagerinn og Valitor hafa verið samstarfsaðilar ÍF um árabil og hin síðari ár hefur Bláa Lónið komið inn af miklum krafti í samstarfið.


Stjórn, starfsfólk og öll íþróttahreyfing fatlaðra á Íslandi fagnar þessum nýju samningum enda ærinn starfi fyrir hendi og verkefnastaðan gríðarlega góð í stöðugt ögrandi samkeppnisumhverfi.


Þetta var eitt af síðustu embættisverkum Sveins Áka Lúðvíkssonar fráfarandi formanns Íþróttasambands fatlaðra. Sveinn Áki sem gegndi embætti formanns ÍF í 21 ár sagði í ræðu sinni að sterk staða Íþróttasambands fatlaðra væri ekki sýst samstarfsaðilum á borð við Rúmfatalagerinn, Bláa Lónið og Valitor að þakka.


Á myndinni sjást þeir sem undirrituðu samningan. Frá vinstri Þorsteinn Þorsteinsson fjármálastjóri fyrir hönd Rúmfatalagersins. Grímur Sæmundsen forstjóri fyrir hönd Bláa Lónsins. Sveinn Áki Lúðvíksson fráfarandi formaður Íþróttasambands fatlaðra og Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Valitor Ísland.