Alþjóðaleikar Special Olympics 2017


Íslenski hópurinn tekur sig vel út í lopapeysum frá Handprjónasambandi Íslands. Þau hittu í gær  lögreglumennina sem taka þátt í LETR í Austurríki. Glæsilegir fulltrúar Íslands.

Íslensku keppendurnir sem stefna til Austurríkis  á alþjóðaleika Special Olympics héldu sýningu á keppnisatriðum sínum á laugardaginn. Þau Ásdís Ásgeirsdóttir, Stefán Páll Skarphéðinsson, Nína Margrét Ingimarsdóttir og Júlíus Pálsson eru klár í slaginn ásamt fararstjóra Helgu Olsen og þjálfara Rögnu Gunnarsdóttur. Í gær hitti hópurinn lögreglumennina sem verða með í Austurríki en Daði Þorkelsson lögreglumaður mun hlaupa kyndilhlaup (LETR) fyrir leikana og Guðmundur Sigurðsson, lögreglumaður er í undirbúningsnefnd LETR hlaupsins. Heimasíða leikanna er http://www.austria2017.org/en/

f.v. Daði, Helga Nína Margrét, Júlíus, Stefán Páll, Ásdís, Ragna og Guðmundur