Fimm Íslandsmet á Gullmóti KR


Gullmót KR í sundi fór fram í Laugardalslaug 3. og 4. febrúar síðastliðinn þar sem fimm ný Íslandsmet litu dagsins ljós. Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti þrjú metanna á mótinu. Þá setti Sandra Sif Gunnarsdóttir, ÍFR, einnig eitt met og Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti fimmta og síðasta metið.


Íslansmet í sundi fatlaðra á Gullmóti KR 2017

Thelma Björg Björnsdóttir SB5 Íslandsmet 50 metra bringusundi 54:01 sek
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 100 metra bringusund 1.55:98 mín
Thelma Björg Björnsdóttir SB5 200 metra bringusund 4.04:59 mín
Sandra Sif Gunnarsdóttir S13 200 metra skriðsund 2.57:93 mín
Hjörtur Már Ingvarsson S6 200 metra baksund - 3:35.33mín

Mynd/ Thelma Björg setti þrjú ný Íslandsmet á Gullmóti KR.