Tólf Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF innanhúss


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhús fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 18.-19. febrúar síðastliðinn. Alls litu 12 ný Íslandsmet dagsins ljós og þá varð Eik Íslandsmeistari félaga og hlaut fyrir vikið veglegan farandbikar.


Baráttan um Íslandsbikarinn innanhúss var á milli Fjölnis og Eikarinnar sem hafði sigur fékk 10 gull en Fjölnir 9 gull. ÍFR fékk4 gull, FH 4 gull, Suðri 1 gull og Ármann 1 gull. Ánægjulegt er að sjá frjálsíþróttadeildir ófatlaðra senda svo öfluga keppendur til leiks.


12 Íslandsmet voru sett eða bætt og 19 persónuleg met voru sett á mótinu.


Ungt og upprennandi íþróttafólk var áberandi og gleðilegt að sjá keppendur í nýjum fötlunarflokkum.
Samstarf ÍF og FRÍ hefur þróast vel undanfarin ár en MÍ og ÍM hafa verið haldin sameginlega frá því 2011. ÍF þakkar FRÍ og frjálsíþróttadeild Breiðabliks fyrir samstarfið um helgina.


Íslandsmet sett á mótinu:


60m - Sandra Sif Gunnarsdóttir, ÍFR - 11,10 sek
200m - Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - 25,62 sek
400m - Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - 56,03 sek
400m - Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik - 69,98 sek
800m - Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - 2:24,79 mín
800m - Michell Thor Messelter, ÍFR - 3:17,91 mín
800m - Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik - 2:52,16 mín
800m - Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir - 3:12,81 mín
1500m - Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - 5:11,40 mín
1500m - Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR - 6:16,13 mín 
1500m - Pálmi Guðlaugsson, ÍFR - 9:25,54 mín
Hástökk - Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik - 1,42 m.


Hér má nálgast öll úrslit mótsins
Hér má nálgast svipmyndir frá mótinu


Mynd/ Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF ásamt Stefaníu Daney sem fór mikinn á mótinu í Laugardal.