Cintamani styrkir keppnishóp Íslands vegna heimsleika Special Olympics 2017


Keppendur undirbúa sig af kappi fyrir heimsleikana

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir heimsleika Special Olympics í Austurríki sem hefjast 18. mars. ´Hér eru þjálfarar ásamt keppendum sem fara á leikana  f.v. Helga Olsen, þjálfari, Stefán Páll Skarphéðinsson, Nína Margrét Ingimarsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir,  Júlíus Pálsson og Ragna Kr. Gunnarsdóttir, þjálfari. Helga og Ragna eru í Cintamani úlpum en allur hópurinn fékk úlpur að gjöf frá Cintamani og auk þess verulegan afslátt af öðrum vörum.  Vel gert hjá Cintamani og Special Olympics á Íslandi þakkar fyrirtækinu mikilvægan stuðning.