Hilmar sjöundi eftir fyrstu ferð


Hilmar Snær Örvarsson er nú staddur í Slóveníu á Europa Cup móti í Kranjska Gora þar sem hann keppir í stórsvigi. Fyrri ferð lauk í morgun þar sem Hilmar var sjöundi eftir þessa fyrstu ferð. 

Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars er með honum ytra og sagði svartaþoku á keppnisstað. Hilmar er farinn að skíða á nýjan leik eftir meiðsli og að loknu mótinu í Slóveníu halda þeir félagar yfir til Sljeme í Króatíu þar sem tekur við annað Europa Cup mót. 

Heimasíða ÍF greinir nánar frá ferð þeirra félaga síðar.

Mynd/ Þórður: Hilmar í brekkunum í Slóveníu.