Íslandsmót ÍF í frjálsum 18. og 19. febrúar


Rétt eins og á síðasta ári fer Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fram samhliða Meistaramóti Íslands. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 18. og 19. febrúar næstkomandi.


Skráningargögn og boðsbréf hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá sem vanhagar um skráningargögnin geta haft samband við skrifstofu ÍF á if@ifsport.is 

Sjá boðsbréf mótsins