Drög að dagskrá 18. Sambandsþings ÍF


Radisson Blu, Hótel Saga (Reykjavík) 24.-25. mars

 

18. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík laugardaginn 25. mars næstkomandi. Þingboðanir og önnur gögn hafa þegar verið send aðildarfélögum ÍF og héraðssamböndum.


Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn ÍF bréflega minnst fjórum vikum fyrir þingið. Gögnum skal þá skila á if@ifsport.is ekki síðar en 27. febrúar næstkomandi.

Dagskrárdrög:

24.mars – föstudagur (salur Katla II 2. hæð)
19:00 Afhending þinggagna
19:15 Kynningar
Léttar veitingar

25.mars – laugardagur (salur Katla II 2. hæð)
09.30 Þingsetning
09:30 Ávörp gesta
09:40 Tónlistaratriði
09:50 Setningarræða formanns, Sveinn Áki Lúðvíksson

Þingsetningu lýkur

10:15 Kaffihlé
10:30 Þingstörf hefjast
12:00 Hádegishlé
13:30 Þingstörf
15:30 Kaffihlé
16:00 Þingstörf
17.00 Þingslit

Þinggögn verða afhent föstudagskvöldið 24. mars á minnislykli líkt og á Sambandsþingi 2015.