Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G


„Nálgast þessa kalla hratt“


Fyrsta keppnisdegi Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar á HM í alpagreinum á Ítalíu lauk í gær. Jóhann hafnaði í 21. sæti í Super-G keppninni á 1:15,65 mín. Jóhann varð í 21. sæti af 22. keppendum sem luku keppninni en sigurvegari gærdagsins var Svisslendingurinn Christoph Kunz á tímanum 1:04,35mín. 


Einar Bjarnason þjálfari Jóhanns sagði Jóhann í bullandi framför: „Hann er að nálgast þessa kalla hratt og er í bullandi framför. Við vorum að æfa svigið núna í morgun og hann leit vel út,“ sagði Einar. 


Jóhann náði inn á HM í svigi og stórsvigi sem eru hans sterkustu greinar en hlaut keppnisrétt í Super-G keppninni í gær og svo í Suber-Combined keppninni á morgun í gegnum „Wild Card“ umsókn með tilliti til frammistöðu hans í undangengnum mótum fyrir HM. 


Jóhann keppir í Super Combined á morgun en hér að neðan má sjá Super-G keppni Jóhanns frá því í gær en hann var síðastur keppenda í brautina (45.20 mín.)