Einar í Sportþættinum mánudagskvöld


Einar Bjarnason var í viðtali í gær hjá Gesti frá Hæli í Sportþættinum mánudagskvöld á útvarpsstöðinni Suðurland FM. Einar er þjálfari Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar en þeir félagar eru núna úti á Ítalíu í lokaundirbúningi fyrir HM í alpagreinum fatlaðra en Jóhann hefur keppni núna á fimmtudaginn.


Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.


Sportþátturinn Mánudagskvöld er í styrkri stjórn hjá Gesti frá Hæli og er í loftinu öll mánudagskvöld frá kl. 20-23 á Suðurland FM. Nánar á facebook "Sportþátturinn Mánudagskvöld"

Mynd/ Einar Bjarnason þjálfari Jóhanns Þórs.