Jóhann byrjaður að undirbúa sig á Ítalíu


Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er mættur til Tarvisio á Ítalíu þar sem Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fatlaðra fer fram næstu daga. Jóhann er nýkominn til Ítalíu en þar á undan varði hann nokkrum dögum í Noregi við æfingar fyrir mótið. 


Opnunarhátíð mótsins fór fram í gær og hefur Jóhann keppni þann 26. janúar næstkomandi í Super-G í sitjandi flokki. Keppninni lýkur svo 31. janúar næstkomandi en alls keppir Jóhann í fjórum greinum og má sjá keppnisdagskrá hans hér að neðan.


26. janúar - Super-G sitjandi flokkur
28. janúar - Super Combined - sitjandi flokkur
30. janúar - Svig - sitjandi flokkur
31. janúar - stórsvig - sitjandi flokkur


Keppnisdagskrá mótsins og úrslit