Guðni þriðji forsetinn sem heiðrar Nýársmótið með nærveru sinni


Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram í Laugardalslaug þann 8. janúar næstkomandi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands verður heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra við mótið.


Forsetinn verður sá þriðji í röðinni til þess að sækja mótið en frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur ÍF við fyrsta Nýársmótið árið 1984. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var svo heiðursgestur við mótið árið 1997 og hr. Guðni Th. Jóhannesson verður því þriðji forseti íslenska lýðveldisins til þess að sitja sem heiðursgestur við mótið. 


Listi allra heiðursgesta við Nýárssundmótið frá upphafi:


1984 Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands
1985 Frú Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra
1986 Hr. Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur
1987 Frú Hólmfríður Karlsdóttir, „Ungfrú Heimur“
1988 Frú Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
1989 Hr. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
1990 Hr. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra
1991 Hr. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
1992 Hr. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykjavíkur
1993 Hr. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
1994 Hr. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands
1995 Frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur
1996 Hr. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða
1997 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
1998 Frú Ingibjörg Pálmadóttir, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
1999 Hr. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra
2000 Hr. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra
2001 Hr. Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
2002 Hr. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
2003 Hr. Tómas I. Olrich, menntamálaráðherra
2004 Hr. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
2005 Frú Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur
2006 Hr. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands
2007 Hr. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur
2008 Hr. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
2009 Hr. Halldór Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands
2010 Frú Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
2011 Hr. Guðbjartur Hannesson, ráðherra velferðarmála
2012 Hr. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra
2013 Hr. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
2014 Frú Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
2015 Hr. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
2016 Hr. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
2017 Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Mynd/ Jón Björn - Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn sinni í Ólympíuþorpinu í Ríó de Janeiro.