Hekla styður myndarlega við bakið á Íþróttasambandi fatlaðra


Nýlega veitti Kiwansiklúbburinn Hekla Íþróttasambandi fatlaðra einnar milljón króna styrk vegna þátttöku Íslands á Paralympics sem fram fóru í Ríó í september síðastliðinn.


Upphæð þessari safnaði klúbburinn með styrktarkvöldverði ÍF til handa og málverkauppboði þar sem matargestir kepptust við að bjóða í verkin í þágu góðs málstaðar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði gesti og hvatti menn til að láta gott af sér og gaf til uppboðsins bindi og póló- bol sem hann hafði notað í heimsókn sinni til Ríó, þar sem hann var heiðursgestur. Þess má geta að bindið og bolurinn fóru góðu verði enda einkar eigulegar flíkur.


Heklufélögum eru enn og aftur færðar bestu þakkir fyrir þennan höfðinglega styrk.

Á myndinni eru t.v. Sigurður R. Pétursson, forseti Heklu, Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF og Guðmundur Baldursson, forseti Esju en klúbburinn studdi Heklufélaga dyggilega við þessa úthlutun.