
Námskeiðstími: 16. jan. til 19 mars.
Vinsamlega skráið þátttakendur með tölvupósti til ifr@ifr.is
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram.
Nafn barns.
Aldur.
Fötlun.
Nafn foreldra.
Í skólanum verður lögð áhersla á eftirtalin atriði:
Samverustund: Segja nafnið sitt, uppáhalds lit, hvað var borðað í morgunmat, uppáhalds teiknimynd ofl.
Upphitun.
Hugrænar þjálfun: Þrautir í bland við líkamlegar æfingar, myndaspil, teningaleikir, púsluspil ofl.
Hefðbundnir leikir: Eitur í flösku, stórfiskaleikur, stórt skip lítið skip, skotbolti, dimmalimm, frost, ofl.
leikjabrautir/stöðvar/stuttar íþróttakynningar.
Teygjur: Liðkandi æfingar og slökun.
Íþróttaskóli ÍFR er tilraunaverkefni og verður ekkert gjald tekið fyrir þátttöku meðan á tilrauninni stendur.
Stjórnendur íþróttaskóla ÍFR eru:
Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari
Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari