Opnar frjálsíþróttaæfingar á vegum ÍFR fyrir hreyfihömluð börn og unglinga 10 – 16 ára verður dagana 7. og 9. september og svo 14. og 16. september n.k.Mæting er við World Class í Laugum kl. 17. – 18.00.
Þjálfari er Gunnar Pétur Harðarson.
Skráning er hjá ÍFR thordur@ifr.is og gunnipe91@gmail.com
Einnig er hægt að mæta og skrá sig.
Markmiðið með opnum frjálsíþróttaæfingum er að gefa hreyfihömluðum börnum og unglingum tækifæri til að kynna sér frjálsar íþróttir.









