
Hallveig Guðmundsdóttur dýrahirðir hjá Húsdýragarðinum fékk afhentan annan hnakkinn í gær, þriðjudaginn 18. ágúst. Hinn hnakkurinn er enn í smíðum hjá söðlasmiðnum Brynjólfi Guðmundssyni og verður hann færður garðinum um leið og hann er tilbúinn. Þess má geta að á handverkshátíð sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafirði fyrr í mánuðinum sýndi Brynjólfur hnakkinn sem hann smíðaði fyrir Húsdýragarðinn og hlaut hann sérstaka viðurkenningu fyrir hann. Valnefndin nefndi sérstaklega að ekki hefði verið slegið af fagurfræðilegum kröfum við gerð hans.

*Edda Heiðrún Geirsdóttir markaðsstjóri Össurar t.v. og Hallveig Guðmundsdóttir t.h.

*Eins og sjá má er hnakkurinn vel úr garði gerður.