
Þótt hlaupi Renés sé lokið má enn hringja inn áheit í eftirtalin símanúmer sem Vodafone hefur lagt til endurgjaldslaust:
9087997 = kr. 1.000
9087998 = kr. 2.000
9087999 = kr. 5.000>
Lesa má nánar um hlaup René á Facebooksíðu hlaupsins: https://www.facebook.com/komasoo?ref=hl
Ívar Trausti Jósafatsson á afar stóran þátt í því hversu vel hlaupið tókst og standa ÍF og HG í mikilli þakklætisskuld við hann. Ívar skipulagði hlaupið fyrir René, útvegaði honum gistingu og greiddi götu hans í hvívetna. Ívar hefur ekki sagt skilið við stuðning sinn við ÍF og HG því hann hefur nú skipulagt uppboð til fjáröflunar fyrir samtökin á fjórum treyjum, sjá mynd, árituðum af þekktum einstaklingum:
1. Hlaupabolur áritaður af hlaupadrottningunni Paula Radcliffe, UK sem er heimsmethafi og
vafalaust þekktasta maraþonhlaupakona heims.
2. Puma bolur áritaður af Usan Bolt, heimsmethafa í 100m og 200m hlaupi.
3. Tveir hlaupabolir áritaður af René Kujan
Uppboðið verður í samstarfi við Facebook síðuna Komaso: https://www.facebook.com/komasoo?ref=hl