Erna verður fánaberi Íslands í kvöld



Opnunarhátíð Vetrarólympíumóts fatlaðra fer fram í kvöld í Sochi. Hátíðin hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu hjá RÚV. Erna Friðriksdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Erna tekur þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðar en hún keppti einnig fyrir Íslands hönd í Vancouver 2010 og var þá eini keppandinn og fánaberi.



Í gærkvöldi lauk mótttökuathöfnum í Fjallaþorpinu og voru heimamenn í Rússlandi síðastir á dagskrá. Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsótti þorpið og ávarpaði rússnesku keppendurna og gaf sér tíma til þess að óska sínu fólki persónulega góðs gengis þrátt fyrir að mörg heimsins spjót beinist að honum þessi dægrin.

Hér að neðan fer listi yfir fánabera þjóðanna í kvöld:

Australia: Cameron Rahles-Rahbula (alpine skiing)
Austria: Philipp Bonadimann (alpine skiing)
Andorra: Xavier Fernandez (alpine skiing)
Argentina: Pablo Javier Robledo (Nordic skiing)
Armenia: Mher Avanesyan (alpine skiing)
Belarus: Yadviha Skorabahataya (Nordic skiing)
Belgium: Denis Colle (snowboard)
Bosnia and Herzegovina: Ilma Kazazic (alpine skiing)
Brazil: Andre Pereira (snowboard)
Great Britain: Millie Knight (alpine skiing)
Germany: Andrea Rothfuss (alpine skiing)
Greece: Efthymios Kalaras (alpine skiing)
Denmark: Ulrik Nyvold (alpine skiing)
Iran: Sadegh Kalhor (alpine skiing)
Iceland: Erna Fridriksdottir (alpine skiing)
Spain: Jon Santacana Maiztegui (alpine skiing)
Italy: Andrea Chiarotti (ice sledge hockey)
Kazakhstan: Yerlan Omaraov (Nordic skiing)
Canada: Sonja Gaudet (wheelchair curling)
China: Ye Tian (Nordic skiing)
Mexico: Arly Velasquez (alpine skiing)
Mongolia: Ganbold Batmunhk (Nordic skiing)
Netherlands: Bibian Mentel-Spee (snowboard)
New Zealand: Adam Hall (alpine skiing)
Norway: Mariann Marthinsen (Nordic skiing)
Poland: Maciej Krezel (alpine skiing)
South Korea: Seung-Hwan Jung (ice sledge hockey)
Romania: Laura Valenau (alpine skiing)
Serbia: Jugoslav Milosevic (alpine skiing)
Slovakia: Jakub Krako (alpine skiing)
Slovenia: Gal Jakic (alpine skiing)
USA: Jonathan Lujan (alpine skiing)
Turkey: Mehmet Cekic (alpine skiing)
Uzbekistan: Ramil Gayazov (alpine skiing)
Ukraine: Mykailo Tkachenko (Nordic skiing)
Finland: Katja Saarinen (alpine skiing)
France: Vincent Gauthier-Manuel (alpine skiing)
Croatia: Dino Sokolovic (alpine skiing)
Czech Republic: Stanislav Loska (alpine skiing)
Chile: Jorge Migueles (alpine skiing)
Switzerland: Christoph Kunz (alpine skiing)
Sweden: Jalle Jungnell (whleelchair curling)
Japan: Shoko Ota (Nordic skiing)
Russia: Valerii Redkozubov (alpine skiing)

Myndir/ Erna Friðriksdóttir fánaberi Íslands á efri myndinni en neðri myndina tók Hörður Finnbogason aðstoðarþjálfari í ferðinni en hann fylgdist með mótttökuathöfn Rússa þar sem Pútín Rússlandsforseti var viðstaddur.