Sochi: 11 dagar til stefnu



Í dag eru 11 dagar þangað til Ólympíumót fatlaðra verður sett í Sochi í Rússlandi. Eins og áður hefur komið fram á Ísland tvo keppendur á mótinu en þau eru Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson.

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra verður með mótið í beinni útsendingu á Youtube-rás sinni Paralympic.TV sem nálgast má hér. Eins mun ÍF flytja fréttir af íslensku sveitinni hér á ifsport.is sem og á Facebook-síðu sambandsins. Þið getið eins fylgst með okkur á Twitter - @Fatladir