
Húsið verður opnað kl. 18:00 og mun borðhald hefjast kl. 19:00.
Matseðill:
Rjómalöguð villisveppasúpa með nýbökuðu brauði
Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Volg súkkulaðikaka með hindberjasósu og vanilluís
Verð á lokahófið er kr. 5900,- per miða en þá verður hægt að nálgast í Laugardalshöll laugardaginn 20. apríl á milli kl. 14 og 16 við veitingasöluna. Margrét Kristjánsdóttir stjórnarmaður hjá ÍF mun sjá um afhendingu miðanna, síminn hjá Margréti er 862 1268. Þau félög/einstaklingar sem ekki hafa gengið frá miðapöntun á lokahófið nú þegar eru beðin um að gera það eigi síðar en í dag, að öðrum kosti verður ekki hægt að tryggja að viðkomandi fái aðgang að hófinu.
Allar frekari upplýsingar um Íslandsmótið má nálgast á if@isisport.is eða í síma 514 4080.