
Íþrótta-, tómstunda- og menningarmálanefnd Álftaness velur síðan íþróttamann Álftaness úr þessum hópi. Að þessu sinni kom sá heiður í hlut Vöku okkar Rún, sem æft hefur og keppt fyrir Fjörð um 10 ára bil.
Vaka Rún setti þrjú íslandsmet í jafn mörgum greinum á árinu og var í lok árs handhafi eins Íslandsmets, í 100 metra baksundi í 50m laug. Einnig var Vaka Rún í bikarliði Fjarðar sem varð bikarmeistari Íþróttasambands Fatlaðra, fimmta árið í röð.
En þetta er jafnframt í síðasta sinn sem þessi bikar er veittur því eins og flestum má vera kunnugt sameinuðust sveitafélögin Álftanes og Garðabær um áramótin 2012-2013. Vaka kemst þar með í hóp frægðarmanna og kappa eins og t.d. Sigurði Reyni Ármannssyni (Firði) sem hlaut þennan sama heiður árið 2006.